Ritverkið ÍSLAND, atvinnuhættir og menning geymir á einum stað upplýsingar um fjölþætt efni og veitir einstaka yfirsýn yfir atvinnulíf, sögu og menningu þjóðarinnar.
Útgáfufyrirtækið SagaZ ehf. hefur nú gefið út í fjórða sinn verkið ÍSLAND, atvinnuhættir og menning.
2020 útgáfa ritsins samanstendur af 6 bókum og í þeim er að finna yfir tíu þúsund myndir. Verkið hefur komið út með tíu ára millibili, fyrst 1990, 2000, 2010 og svo núna 2020. Undirbúningur vegna prentútgáfunnar 2030 er hafinn en jafnframt er unnið að stafræna hluta verksins sem er áætlað að verði tekinn í notkun í lok árs 2023.