Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri ke…
Author: Viðskipti erlent
Sackler-fjölskyldan kemst undan ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum
Niðurstaða bandarísks áfrýjunardómstóls þýðir að Sackler-fjölskyldan, eigandi framleiðanda lyfsins OxiContins, kemst hjá persónulegri ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum. Fjölskyldan þarf þó að sleppa takinu á lyfjafyrirtækinu og greiða milljarða dollara til a…
Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta
Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga …
Draumar Branson úti og starfseminni hætt að fullu
Virgin Orbit, geimferðafyrirtækið sem breski auðkýfingurinn Richard Branson stofnaði árið 2017, er hætt starfsemi. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er því ferli nú lokið….
Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands….
ESB sektar Meta um 183 milljarða króna
Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna.
Meta í samkeppni við Twitter
Útlit er fyrir að Meta ætli í samkeppni við Twitter. Fregnir hafa borist af því að fyrirtækið muni gefa út í sumar forrit, sem tengist Instagram, þar sem notendur geta varpað fram stuttum textaskilaboðum til fylgjenda sinna og annarra. Til stendur að t…
Ná saman um regluverk um rafmyntir
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjó…
Spá því að vextir hækki um heila prósentu
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár.
Stefna vegna áhrifa uppfærslu á drægni Tesla-bifreiða
Hópur eigenda tveggja tegunda Tesla-rafbireiða hyggjast stefna framleiðandanum vegna sjálfvirkrar hugbúnaðaruppfærslu sem þeir segja að hafi dregið úr drægni bifreiðanna eða jafnvel skemmt rafhlöðu þeirra.