Við vonum að allir hafi haft það gott um páskahelgina og horfum björtum augum fram á veginn.
Nú eru fordæmalausir tímar sem samfélagið gengur í gegnum og er sérstaklega brýnt að varðveita heimildir. Þetta eru merkileg tímamót og þegar fram líða stundir þá verður gaman að skoða heimildir um atvinnu-, menningar- og þjóðlífið á þessum tímapunkti.
Verkið er í fullri vinnslu, útsending prófarka er ekki hafin en við búumst við því að sú vinna hefjist fljótlega.