Uppfærðar leiðbeiningar

Vinnslan við útgáfu verksins fyrir árið 2020 hefur gengið afar vel og ljóst að þátttaka í verkefninu verður mun meiri en í fyrri skipti.

Við viljum benda á að við höfum einfaldað og uppfært leiðbeiningarnar sem við höfum sent þátttakendum og vonumst til þess að það muni einfalda ykkur skrifin.

Eins viljum við nefna að við leggjum mikið upp úr myndefni og óskum eftir því að það sé „lifandi“ og persónulegt.
Myndir af eigendum / stjórnendum, hópmyndir af stjórn eða fólki við leik og störf.
Mjög mikilvægt er að myndatexti fylgi öllum myndum og endilega nafngreinið þá aðila sem eru á myndunum.
En þetta hefur mikið að gera með heimildargildi, ekki síst þegar frá líða stundir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *