Uppgjör ársins

Nú er árið senn að líða og styttist óðfluga í það að ritverkið glæsilega komi út. Mikil vinna hefur verið lögð í verkið á árinu og búið að loka fjölmörgum köflum þess. Prófarkalestur í fullum gangi og undirbúningur fyrir prentun þess.

Þrátt fyrir heimsfaraldur þá hafa þau markmið sem sett voru í upphafi náðst og er mikil gleði með það hér á bæ.
Árið byrjaði þó ekki vel þar sem mikill meistari féll frá í byrjun árs. Árni Emilsson, annar ritstjóri 2010 útgáfunnar, var og er stór partur af þessu verki. Hann sá mikilvægi þess að viðhalda heimildum fyrirtækja og stofnana og þótti einkar skemmtilegt að heimsækja eigendur og stjórnendur á öllum sviðum atvinnulífsins. Það er einmitt eitt af því sem við leggjum áherslu á í þessari útgáfu, fólkið.

Á nýju ári þá leggjum við í lokakaflann á þessari vegferð og hlökkum til að sjá lokaútkomu verksins.