Fréttum um tekjuskiptingaruppgjör 2022 og tekjuskiptingaruppgjör heimilageirans á öðrum ársfjórðungi 2023, sem birta átti fimmtudaginn 21. september 2023, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Author: Fréttir Hagstofu Íslands
Landaður afli í ágúst var rúmlega 114 þúsund tonn
Landaður afli í ágúst var 114,5 þúsund tonn sem er 10% meiri afli en í ágúst 2022. Botnfiskafli var 32 þúsund tonn sem er 3% aukning á milli ára. Uppsjávarafli var rúm 78 þúsund tonn og jókst um 14%, sem stafaði aðallega af auknum makrílveiðum….
Afkoma hins opinbera neikvæð um 4,1% af landsframleiðslu 2022
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 155,2 milljarða króna árið 2022, eða sem nemur 4,1% af vergri landsframleiðslu ársins (VLF). Til samanburðar var afkoman neikvæð um 277,5 milljarða króna árið 2021, eða 8,5% af VLF. Á verðlagi hvers árs jukust t…
Skipulagsbreytingar taka gildi á Hagstofunni
Hagstofa Íslands hefur innleitt nýtt skipulag sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði en markmiðið með þeim breytingum er að gera stofnunina betur í stakk búna til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir aðgengilegum gögnum og upplýsingum….
Afkoma hins opinbera neikvæð um 1,5% af landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi
Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 15,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2023 eða sem nemur 1,5% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á fyrsta ársfjórðungi 2022 4% af vergri landsframleið…
Frétt um starfsemi safna frestað
Frétt um starfsemi safna árið 2021, sem birta átti í dag, miðvikudaginn 13. september, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Losun á fyrra helmingi árs 12% hærri en í fyrra
Losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands var 4.326 kílótonn á fyrra helmingi ársins 2023 sem er 11,7% aukninn frá því í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi var aukningin 21,6% frá fyrra ári en á öðrum árfjórðungi var hún 3,9%. Aukningin stafaði af aukinni l…
Færri nemendur sóttu framhaldsskóla og háskóla haustið 2022
Nemendur á skólastigum ofan grunnskóla á Íslandi voru 44.031 haustið 2022 og hafði fækkað um 2.090 frá fyrra ári, eða um 4,5%. Nemendum fækkaði bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi, í öllum landshlutum og í öllum aldurshópum frá 16 til 29 ára….
Miklar þjóðfélagsbreytingar í manntölum frá 1981 til 2021
Manntalið 31. janúar 1981 var síðasta manntal á Íslandi sem tekið var með hefðbundnum hætti. Af ýmsum ástæðum sem raktar eru í greinargerð var manntalið ekki gefið út á sínum tíma. Staða kvenna hefur breyst mikið á tímabilinu 1981-2021, bæði hvað varða…
73% af orkunotkun hagkerfisins vistvæn árið 2021
Orkunotkun í hagkerfi Íslands var samtals 152 petajúl (PJ) árið 2021 sem er 10 PJ meiri en árið áður. Notkun á vistvænum orkugjöfum, eins og raforku, hitaveitu frá jarðvarma og neyslu lífolíu, var 111 PJ eða 73,1% af heildar orkunotkun. Árið 2020 var v…