Landaður afli í október var rúmlega 123 þúsund tonn sem er 5% minni afli en í október 2022. Uppsjávarafli var 81 þúsund tonn og botnfiskafli rúmlega 40 þúsund tonn.
Author: Fréttir Hagstofu Íslands
Birtingaráætlun Hagstofu Íslands 2024
Birtingaráætlun Hagstofunnar fyrir næsta almanaksár er gefin út í dag en útgáfan er í samræmi við alþjóðlegar kröfur um hagskýrslugerð og tryggir jafnan aðgang notenda að opinberum hagtölum.
Rúmur helmingur kvenna á aldrinum 25–64 ára með háskólamenntun
Háskólamenntuðum landsmönnum á aldrinum 25–64 ára hefur fjölgað um rúm 16 prósentustig frá árinu 2003 en tæp 43% íbúa í þessum aldurshópi höfðu lokið háskólamenntun árið 2022, alls 84.700. Á sama tíma fækkaði þeim sem eingöngu höfðu lokið grunnmenntun …
Hlutfall lausra starfa 2,7% á þriðja ársfjórðungi
Alls voru 6.750 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2023 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru 243.460 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 2,7%. Lausum störfum fjölgaði um 340 frá öðrum ársfjórðungi 20…
Þjónusta sveitarfélaga við fólk með fötlun 2022
Árið 2022 veittu sveitarfélög 5.814 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum og hafði þeim fjölgað um 253 frá árinu áður. Af þeim voru 2.022 börn 17 ára og yngri, eða 34,8%. Talnaefni hefur verið uppfært.
Vöruviðskipti óhagstæð um 50,5 milljarða í október
Fluttar voru út vörur fyrir 71,3 milljarða króna fob í október 2023 og inn fyrir 121,8 milljarða cif (115,9 milljarða króna fob) samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í október, reiknuð á fob/cif-verðmæti, voru því óhagstæð um 50,5 milljarða króna….
Þjónustujöfnuður jákvæður um 54,4 milljarða í júlí
Verðmæti þjónustuútflutnings í júlí 2023 er áætlað 111,2 milljarðar króna og að það hafi aukist um 15% frá því í júlí 2022 á gengi hvors árs. Verðmæti þjónustuinnflutnings í júlí er áætlað 56,8 milljarðar króna og að það hafi aukist um 11% frá því í jú…
Vinnuafl tiltölulega stöðugt á milli ára
Helstu niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands fyrir þriðja ársfjórðung 2023 sýna að staða vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði hefur, eins og á öðrum ársfjórðungi, haldist tiltölulega stöðug á milli ára.
Gistinætur í september 6% fleiri en í fyrra
Skráðar gistinætur í september voru 1.030.000 sem er um 6% aukning frá september 2022 (970.400). Fjöldi gistinátta á hótelum var 520.900 sem er 6% aukning frá september á fyrra ári.
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,60% á milli mánaða
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2023, hækkar um 0,60% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,28% frá september 2023. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,9% og vísitala neysluverðs án …