Styrkjum hefur verið úthlutað úr Hvata, styrktarsjóði til verkefna á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðherra. Alls hlutu 19 verkefni styrk að þessu sinni, alls að upphæð 19.880.000 kr.
Author: Menningarmál
Stofnfundur Tónlistarmiðstöðvar fer fram á þriðjudag
Stofnfundur Tónlistarmiðstöðvar fer fram í Hörpu þann 15. ágúst kl. 15. Það er bráðabirgðastjórn Tónlistarmiðstöðvar sem boðar til fundarins en Tónlistarmiðstöð starfar samkvæmt nýjum tónlistarlögum, nr. 33/2023.
Myndlistarstefnu til 2030 fagnað á Listasafni Íslands
Myndlistarstefna til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi í maí en henni er ætlað að efla myndlistarmenningu landsins. Myndlistarstefnan á einnig að stuðla að aukinni þekkingu og áhuga almennings á myndlist og bæti lífsgæði og ánægju.
Flýta grænni umbreytingu og auka sjálfbæra verðmætasköpun: samvinna Norðurlanda
Norrænn samstarfsvettvangur um hönnun og arkitektúr verður formlega settur á laggirnar á alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni, UIA, í Kaupmannahöfn í byrjun júlí.
Arna Kristín Einarsdóttir skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Örnu Kristínu Einarsdóttur í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Þjóðarópera: Ráðgjafaráð og verkefnisstjóri undirbúa stofnun
Auglýst verður eftir verkefnisstjóra til að sjá um undirbúning að stofnun þjóðaróperu auk þess að setja á laggirnar ráðgjafaráð sem vera mun verkefnisstjóra innan handar í ferlinu.
Tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaáætlun
Mikil gróska er í málefnum íslensks táknmáls um þessar mundir. Í fjármálaáætlun 2024-28 er fjallað um áherslur í málefnum íslensks táknmáls til næstu fjögurra ára.
Skálholtsbókhlaða endurreist
Í gær, 21. júní, undirritaði ráðherra styrktarsamning við Verndarsjóð Skálholtskirkju. Styrkurinn er til að stuðla að endurreisn Skálholtsbókhlöðu þar sem dýrmætu bókasafni Skálholts verður komið fyrir ásamt lesaðstöðu og rými til sýninga og miðlunar. …
Ísland taki þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr
Liður í nýsamþykktri aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúr er að tryggja þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Unnið er að undirbúningi þess og stefnt að þátttöku frá og með árinu 2025.
Sjö verkefni hljóta styrk úr Bókasafnasjóði árið 2023
Menningar- og viðskiptaráðherra úthlutaði hefur úthlutað 20 milljónum króna úr Bókasafnasjóði. Sjóðnum bárust 30 umsóknir að þessu sinni og sótt var um rúmar 73 milljónir.