Staða mála.

Það er gaman frá því að segja að allar áætlanir varðandi útgáfuverkið Ísland 2020, atvinnuhættir og menning ganga samkvæmt áætlun og í raun erum við töluvert á undan áætlun.

Efnisöflun í ritverkið hófst formlega í mars mánuði og hefur gengið vonum framar.

Við munum leyfa ykkur að fylgjast með framvindu verkefnisins alveg fram að útgáfu.

Ykkur mun verða sendur tölvupóstur þegar nær dregur ykkar efnisskilum með ýmsum upplýsingum sem geta nýst ykkur við vinnslu greinarinnar.

Við viljum benda á heimasíðuna okkar www.isat.is en þar er að finna almennar upplýsingar um verkefnið í heild.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Nýr liðsmaður

Valgeir Skagfjörð hefur bæst við hópinn okkar og mun sjá um greinaskrif fyrir þau fyrirtæki sem þess óska. Hann er ekki ókunnugur verkinu en hann var einnig í hópnum þegar unnið var að Ísland 2010 verkinu.

Valgeir hefur komið víða við en hann er menntaður leikari og kennari. Hefur starfað við leikhús, sjónvarp, útvarp, kvikmyndagerð, kennslu og var varaþingmaður Hreyfingarinnar.

Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í hópinn.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Efnisöflun hafin

Efnisöflun í ritverkið Ísland, atvinnuhættir og menning er formlega hafin.

Við höfum sent út tölvupóst til þeirra sem ætla að skila inn efni í þessum fyrsta hluta og einnig mun greinaskrifari og ljósmyndari vera í sambandi við þá sem þess hafa óskað.

Varðandi efnistök þá vísum við í leiðbeiningar varðandi efnisskrif en þar ert ýmsir punktar sem ættu að auðvelda skrifin. (GREINASKRIF, leiðbeiningar)
Meginkafli greinarinnar er punktstaðan á þessum tímamótum og er fyrst og fremst spegilmynd atvinnulífsins en ekki síður fólksins í fyrirtækinu. Því má einnig hafa í huga ýmis konar uppákomur og merkileg tímamót sem hafa átt sér stað á liðnum árum.
Varðandi myndefnið þá leitum við helst eftir „lifandi“ myndum, þ.e. mynd af eigendum/stjórnendum, hópmyndir af stjórn eða fólki við leik og störf.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Hátíðarkveðja

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Efnisöflun hefst á nýju ári

Formleg efnisöflun mun hefjast á nýju ári.

Við munum senda bréf til þeirra sem hafa ætlað að skila inn efni á þessu ári og fyrri hluta ársins 2018 fljótlega á nýju ári.

Varðandi efnistök þá vísum við í leiðbeiningar varðandi efnisskrif en þar ert ýmsir punktar sem ættu að auðvelda skrifin. (Island 2010_leidbeiningar)
Varðandi myndefnið þá leitum við helst eftir „lifandi“ myndum, þ.e. mynd af eigendum/stjórnendum, hópmyndir af stjórn eða fólki við leik og störf.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Áætlun ritverksins

Áætlað er að ritverkið Ísland 2020, atvinnuhættir og menning, komi út um mitt ár 2022. Efnisöflun mun hefjast árið 2018.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Upphaf Ísland 2020

Í dag hefst formlega skráning fyrirtækja í ritverkið Ísland 2020, atvinnuhættir og menning.

Posted in Uncategorized | Leave a comment