
Sagaz ehf. hefur annað árið í röð hlotið nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki“ en það er Creditinfo sem veitir fyrirtækjum sem standa sig vel og þykja stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja hlutu þessa tilnefningu í ár.
Viljum við einnig nota tækifærið og óska okkar viðskiptavinum sem komust á listann til hamingju með árangurinn.
Á vefsíðu Creditinfo er ítarlega fjallað um hvaða skilyrði fyrirtæki verða að uppfylla til að teljast framúrskarandi en þar segir m.a. að „Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.“
Annars gengur vinnsla verksins vel og stefnum við á að senda út fyrstu prófarkirnar fljótlega á nýju ári.